Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:15 Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00
Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21
Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn