Erlent

67 lögreglumenn teknir í gíslingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla hefur hvatt borgarbúa til að halda sig innandyra.
Lögregla hefur hvatt borgarbúa til að halda sig innandyra. vísir/getty
Yfirvöld í Úkraínu fullyrða að mótmælendur í Kænugarði hafi tekið 67 lögreglumenn í gíslingu. Ofbeldið hefur færst í aukana og nú greina úkraínskir fréttamiðlar frá því að meira en hundrað manns hafi fallið í átökum í borginni í dag. Tölur um mannfall eru þó nokkuð á reiki.

Anddyri hótela hefur verið breytt í sjúkrahús til bráðabirgða þar sem hlúð er að hinum særðu, sem sagðir eru skipta hundruðum.

Sjálfstæðistorgið í Kænugarði í apríl 2009 má sjá hér fyrir ofan. Fyrir neðan er torgið í dag.vísir/afp
Lögregla hefur hvatt borgarbúa til að halda sig innandyra og borgarstjóri Kænugarðs hefur sagt af sér í mótmælaskyni vegna ofbeldisins.

Þá hefur talsmaður Hvíta hússins í Bandaríkjunum sent frá sér yfirlýsingu þar sem framganga lögreglu í Kænugarði er fordæmd og Viktor Janúkovítsj, forseti landsins, er hvattur til að draga lögreglu til baka frá Sjálfstæðistorginu. Enn fremur eru mótmælendur hvattir til að tjá sig með friðsömum hætti og úkraínska hernum ráðið frá því að blanda sér í átökin.

„Bandaríkin munu vinna með bandamönnum sínum í Evrópu í von um að draga ofbeldismennina til ábyrgðar og hjálpa Úkraínumönnum í baráttu sinni fyrir sjálfstæði,“ segir í tilkynningunni.

Twitter-færslur um ástandið í Kænugarði.

Tengdar fréttir

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×