Erlent

Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yoweri Museveni (vinstri) á göngu með Joseph Kabila, forseta Lýðræðislega Lýðveldisins Kongó.
Yoweri Museveni (vinstri) á göngu með Joseph Kabila, forseta Lýðræðislega Lýðveldisins Kongó. VISIR/AFP
Yoveri Museveni, forseti Úganda, skrifað rétt í þessu undir lög sem kveða á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu.

Samkvæmt talsmanni embættisins samþykkti Museveni lögin að viðstöddum fjölmiðlamönnum til þess að undirstrika „sjálfstæði Úganda í viðurvist Vesturveldanna.“

Mikill styr hefur staðið um lagasetninguna og hefur forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lýst þeim sem skrefi aftur á bak.

Samkynhneigð var ólögleg í Úganda en hin nýja löggjöf kveður á um 14 ára fangelsisvist fyrir fyrir fyrsta brot en heimilar lífstíðardóm fyrir „síendurtekna samkynhneigð“.

Upphaflega stóð til að dauðadómur lægi við samkynhneigð en ákvæðið var felld út í kjölfar þrýstings frá alþjóðasamfélaginu.

Samtökin’78 og Amnesty International standa fyrir styrktartónleikum 6. mars næstkomandi til að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks í Úganda og afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks í landinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.