Innlent

Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Elín sagðist sjá eineltistilburði í garð Vigdísar. Birgitta sagði ekki mega rugla saman einelti og meðvirkni.
Elín sagðist sjá eineltistilburði í garð Vigdísar. Birgitta sagði ekki mega rugla saman einelti og meðvirkni.
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði íræðu á þingsal í gærkvöldi að hún teldi sig sjá ákveðna eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á þingi.

„Það er stöðugt verið að gera grín að því sem hún segir. Og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Og ég vil bara mótmæla þessu hérna,“ sagði Elín í gær.

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, svaraði Elínu og sagðist skammast sín fyrir orð sem Vigdís hefur látið falla í fjölmiðlum, til dæmis það sem hún sagði um sjálfstæði Möltu. Hún sagði Vigdísi þurfa að standa undir orðum sínum:

„Hvort sem það er háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir eða háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þolir það ekki, ef maður kemur með bara svona hluti eins og þetta með Möltu sem að er verulega neyðarlegt fyrir landið okkar, þá verður háttvirtur þingmaður að geta staðið undir því.“

Birgitta sagði að varast þyrfti  „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ Hún sagðist ekki túlka gagnrýni í garð Vigdísar sem einelti og sagði Vigdísi ekki hafa farið „einhver friðarveg, hvorki í þingsal né úti í samfélaginu.“

Birgitta sagðist skammast sín fyrir ummæli Vigdísar. „Og mér finnst nánast eins og þingið þurfi að biðjast velvirðingar á að þetta séu vitsmunirnir sem eru hér innanhúss. Mér finnst það agalegt. Ég skammast mín svo mikið.“


Tengdar fréttir

„Komdu með vantraust, ég skora á þig“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun.

Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar

"Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.