Innlent

„Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur segist hafa lært og þroskast frá því að þessi orð féllu.
Hildur segist hafa lært og þroskast frá því að þessi orð féllu. visir/stefán
Í Kastljósi í gærkvöldi var Hildur Lilliendahl sökuð um netníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar Þrastardóttur. Skrifaði hún undir notendanafninu NöttZ á samskiptamiðlinum Barnalandi sem í dag heitir Bland. Hefur Hildur gengist við sumum ummælum en segir önnur vera skrifuð af Páli Hilmarssyni, kærasta sínum á þeim tíma sem ummælin voru rituð.

Hildur birtir eftirfarandi yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni:

Á árunum 2005-2011 stundaði ég spjallborðið á þáverandi Barnalandi, síðar er.is og nú bland.is, af miklum krafti, hin síðari ár undir notandanafninu NöttZ. Undir því nafni lét ég falla svívirðingar og ofbeldishugmyndir gagnvart nafngreindu fólki. Tilvitnanir í þessi orð mín hafa nú ratað í fjölmiðla og vegna þeirra er margt fólk, og hefur verið, í sárum.

Það er erfitt eða kannski ómögulegt að lýsa því hversu mikið ég skammast mín. Það er ekki hægt að svara fyrir þessa framkomu. Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu. Við öll þau sem ég hef valdið vonbrigðum vil ég líka segja fyrirgefðu. Ég vil líka biðja fjölskylduna mína fyrirgefningar og vinnuveitendur mína, vini mína og samstarfsfólk á hinum ýmsu sviðum, stuðningsfólk mitt og samferðafólk.

Ég hef lært og þroskast frá því að þessi orð féllu. Ég tala ekki svona lengur. Sem betur fer. Af reynslu síðastliðinna og komandi daga mun ég líka læra. Það breytir því þó ekki að orðin mín eru óafturkræf, skaðanum olli ég sjálf og ég mun aldrei hætta að skammast mín fyrir það. Fyrirgefiði, enn og aftur. Ég á mér ekki málsbætur.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir


Tengdar fréttir

Segir ummæli Hildar dæma sig sjálf

"Ég var að sjá þessi ummæli í fyrsta skipti í dag og er algjörlega slegin yfir þeim,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

„Ég kenni bara í brjósti um hana“

NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010.

„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“

"Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.

Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar

Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi.

Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl

„Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista.

Sagði lýtalækni réttdræpan

Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×