Innlent

Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Hilmarsson.
Páll Hilmarsson. Vísir/Rósa
Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi.

Í þættinum sagði söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir frá ummælum sem notandinn NöttZ lét fjalla um sig á samskiptamiðlinum Bland.is fyrir fimm árum. Hildur Lilliendahl hefur gengist við því að eiga notendanafnið NöttZ en benti á að eiginmaður sinn bæri ábyrgð á hluta ummælanna.

Páll segir að sér þyki ömurlegt að Hafdís Huld hafi þjáðst vegna orða sinna á vefnum haustið 2009. Hann eigi sér engar málsbætur.

Hildur skrifaði sjálf Fésbókarfærslu í gærkvöldi þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum sem fjallað hefði verið um í fjölmiðlum. Þá sagðist hún í viðtali við Vísi í gær aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill.

Afsökunarbeiðni Páls má sjá hér að neðan.

Í gær birti Kastljós viðtal við söngkonuna Hafdísi Huld. Þar kom fram að hún hefur þjáðst vegna þess sem ég lét frá mér á vefnum bland.is á haustdögum 2009. Það þykir mér ömurlegt. Ég vil biðja hana, sem og alla aðra, innilega afsökunar á því. Það var ljótt, illgjarnt og allsendis óverðskuldað. Ég á mér engar málsbætur.

Það eina sem ég get gert er að læra af mistökum mínum og reyna að gera betur.


Tengdar fréttir

„Ég kenni bara í brjósti um hana“

NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010.

„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“

"Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.

Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl

„Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista.

Sagði lýtalækni réttdræpan

Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×