„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 21:49 Guðrún segir að gildi viðurkenningarinnar hafi rýrnað við nýjar upplýsingar. visir/gva „Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48