„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 21:49 Guðrún segir að gildi viðurkenningarinnar hafi rýrnað við nýjar upplýsingar. visir/gva „Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48