Erlent

Starfsmönnum dýragarðsins í Kaupmannahöfn hótað lífláti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Starfsmönnum dýragarðsins í Kaupmannahöfn hafa borist fjöldi líflátshótana eftir að gíraffanum Maríusi var lógað í gær. Hótanirnar eru ansi grófar og barst talsmanni dýragarðsins, Tobias Stenbaek Bro, meðal annars hótun í tölvupósti þar sem fram kemur að börn hans og annarra starfsmanna dýragarðsins ættu að vera drepin eða greinast með alvarlegan sjúkdóm. Hótanirnar hafa bæði borist símleiðis sem og í tölvupósti og hafa hundruðir manna skrifað á Facebook síðu dýragarðsins.

Þúsundir manna skrifuðu undir lista þar sem yfirvöld voru hvött til að þyrma lífi Mariusar en þrátt fyrir það var gíraffinn skotinn í höfuðið og gefinn ljónunum.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli víðsvegar um heiminn og eru dýraverndunarsinnar æfir yfir þessari uppákomu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.