Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2014 18:52 Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík. Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. Færeyjaflugið fluttist í dag tímabundið til Keflavíkur, sem gæti verið fyrsti vísir að endanlegu brotthvarfi flugs frændþjóðar okkar úr höfuðborginni. Í hálfa öld hefur Færeyjaflugið farið um Flugfélagsafgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli. Það kom hins vegar engin Færeyjavél í dag, hún lenti í Keflavík. Þótt þessi breyting sé núna hugsuð út þennan mánuð gæti svo farið að það verði stutt í að Færeyjaflugið hverfi alveg frá Reykjavík.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaFæreyska félagið Atlantic Airways hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Félagið á hins vegar bara eina slíka vél eftir, og stefnir að sölu hennar, en þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu vikur vildi það í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus A-319 þotu. Forstjóri færeyska flugfélagsins sagði Stöð 2 í fyrra að ósk um að nota Airbus þotuna hafi fyrst verið kynnt flugvallaryfirvöldum í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Flugfélag Íslands ítrekaði óskina í fyrravor og aftur í haust, án þess að svör hafi fengist. Formaður eina Færeyingafélagsins á Íslandi, Guðrið Helena Petersen, undrast að ekki sé svarað. „Mér finnst það mjög skrýtið. Það er eins og þessu sé bara velt fram og til baka. Það er enginn sem ætlar að taka ábyrgð á að svara fyrir þetta,” segir Guðrið Helena. Hún kveðst raunar ekki skilja hversvegna Færeyingar megi ekki skipta um þotutegund. „Ég er allavega ekki búin að átta mig á hvað málið sé.” Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns innanríkisráðherra er svars að vænta í þessari viku.Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 132 farþega.Þrátt fyrir ýmsa kosti við að tengjast Keflavík telur formaður Færeyingafélagsins að þeir séu fleiri sem vilji hafa flugið áfram í Reykjavík. „Fyrir Færeyinga sem koma til Íslands og eru að fara á spítalann til dæmis, þá er stutt á spítalann,” segir hún. Færeyingar sem komi í helgarferð að skemmta sér njóti þess einnig að stutt sé í miðborgina frá flugvellinum. „Ég held að margir séu sammála mér um að það yrði bara þægilegast að hafa þetta hérna, eins og það hefur alltaf verið, í Reykjavík,” segir formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík.
Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44