Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 19:02 Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. Færeyska félagið hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri. Færeyingar eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og sú þarf að fara í viðhald í febrúar. Þeir vilja í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus en eru að hrökklast til Keflavíkur meðan ekki fæst svar. „Eins og staðan er núna þá þurfa þeir að lenda í Keflavík, en ekki hér, eins og þeir hafa óskað eftir,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vegna þessa sé búið að setja Færeyjaflugið upp til Keflavíkur í febrúar. „Það er óþægilegt, - óþægindi fyrir farþega, - og miklu betra að koma hingað. Þá höldum við áætluninni eins og hún er aðra daga og aðra mánuði vetrarins.” Airbus-þota Færeyinga hefur einu sinni lent í Reykjavík, sumarið 2012, í tengslum við vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu. Stærri vélar lenda þó af og til í Reykjavík. Árni minnir á að Reykjavíkurflugvöllur er notaður sem varaflugvöllur fyrir Boeing 757-vélar Icelandair. „Sem eru töluvert stærri en þessi vél. Þannig að það eru allar aðstæður til að geta tekið við þessari vél hér.” Árni segir flugbrautirnar nægilega langar fyrir Airbus-vélina og hún sé auk þess hljóðlát. Minni hávaði sé í Airbus-vélinni en þeirri sem Færeyingar nota í dag.Þoturnar sem Færeyingar hafa notað síðastliðin 25 ár eru stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur.Spyrja má hvort ósk Færeyinga um Airbus sé heit kartafla í deilum um flugvöllinn. Í aprílmánuði í vor heyrðu áhorfendur Stöðvar 2 forstjóra Atlantic Airways lýsa eftir svari íslenskra flugmálayfirvalda en hann sagðist þá vera búinn að bíða í átta mánuði. Í júníbyrjun sendi Flugfélag Íslands minnisblað til Isavia um málið, í september sendi Flugfélag Íslands skriflega ósk. Núna í desemberbyrjun óskaði Ísavia eftir afstöðu innanríkisráðuneytis. En er það flugvallarpólitík sem veldur tregðu á svari? „Ég get ekki sagt til um það. Ég veit ekki hvernig á því stendur nákvæmlega afhverju þetta er. Ég hef ekki fengið skýringar á því,” svarar Árni Gunnarsson. Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. Færeyska félagið hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri. Færeyingar eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og sú þarf að fara í viðhald í febrúar. Þeir vilja í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus en eru að hrökklast til Keflavíkur meðan ekki fæst svar. „Eins og staðan er núna þá þurfa þeir að lenda í Keflavík, en ekki hér, eins og þeir hafa óskað eftir,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vegna þessa sé búið að setja Færeyjaflugið upp til Keflavíkur í febrúar. „Það er óþægilegt, - óþægindi fyrir farþega, - og miklu betra að koma hingað. Þá höldum við áætluninni eins og hún er aðra daga og aðra mánuði vetrarins.” Airbus-þota Færeyinga hefur einu sinni lent í Reykjavík, sumarið 2012, í tengslum við vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu. Stærri vélar lenda þó af og til í Reykjavík. Árni minnir á að Reykjavíkurflugvöllur er notaður sem varaflugvöllur fyrir Boeing 757-vélar Icelandair. „Sem eru töluvert stærri en þessi vél. Þannig að það eru allar aðstæður til að geta tekið við þessari vél hér.” Árni segir flugbrautirnar nægilega langar fyrir Airbus-vélina og hún sé auk þess hljóðlát. Minni hávaði sé í Airbus-vélinni en þeirri sem Færeyingar nota í dag.Þoturnar sem Færeyingar hafa notað síðastliðin 25 ár eru stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur.Spyrja má hvort ósk Færeyinga um Airbus sé heit kartafla í deilum um flugvöllinn. Í aprílmánuði í vor heyrðu áhorfendur Stöðvar 2 forstjóra Atlantic Airways lýsa eftir svari íslenskra flugmálayfirvalda en hann sagðist þá vera búinn að bíða í átta mánuði. Í júníbyrjun sendi Flugfélag Íslands minnisblað til Isavia um málið, í september sendi Flugfélag Íslands skriflega ósk. Núna í desemberbyrjun óskaði Ísavia eftir afstöðu innanríkisráðuneytis. En er það flugvallarpólitík sem veldur tregðu á svari? „Ég get ekki sagt til um það. Ég veit ekki hvernig á því stendur nákvæmlega afhverju þetta er. Ég hef ekki fengið skýringar á því,” svarar Árni Gunnarsson.
Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30