Erlent

Línudans á milli tveggja loftbelgja

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Enginn ofurhuganna náði að ganga á milli loftbelgjanna.
Enginn ofurhuganna náði að ganga á milli loftbelgjanna.
Frakkinn Seb Montaz-Rosset og tveir vinir hans - og landar - létu gamlan draum rætast, þegar þeir gengu á milli tveggja loftbelja í mikilli hæð á reipi sem þeir strengdu á milli belgjanna.

Enginn þeirra náði að ganga alla leið á milli, allir féllu af reipinu og notuðu fallhlífar til þess að hægja á sér áður en þeir komu til jarðar.

Þremenningarnir fóru til Spánar þar sem gamli draumurinn rættist.

Allir eru þeir reynslumiklir fallhlífastökkvarar og ákváðu því að hafa enga öryggislínu, aðeins fallhlífar.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×