Erlent

Englendingar búa sig undir enn meiri flóð

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íbúi í bænum Datchen á Englandi tók myndir á meðan ekið var um yfirflæddar götur.
Íbúi í bænum Datchen á Englandi tók myndir á meðan ekið var um yfirflæddar götur. Vísir/AP
Flóðin á Englandi eru engan veginn í rénun, heldur þvert á móti: Breska veðurstofan spáir hvassviðri og úrkomu og breska umhverfisstofnunin fullyrðir að vatnsmagnið í ánum Thames, Wye og Severn muni hækka enn í dag og flóðin versna.

Breski herinn hefur unnið að því ásamt fjölda sjálfboðaliða að hlaða fleiri flóðvarnargarða úr sandpokum. Breska stjórnvöld hafa heitið því að gera allt sem þeirra valdi stendur til að ná tökum á ástandinu.

David Cameron forsætisráðherra á blaðamannafundinum í gær.Nordicphotos/AFP
David Cameron forsætisráðherra fullyrti í gær á blaðamannafundi að fjármagn væri ekkert vandamál, en í dag dró Patrick McLaughlin samgöngumálaráðherra aðeins úr yfirlýsingagleðinni og sagði að stjórnin hafi engan veginn gefið út neinn „óútfylltan tékka”.

Þúsundir heimila eru í flóðahættu, til viðbótar þeim sem þegar hefur flætt upp að. Ástandið er orðið verra en í flóðunum miklu árið 2003 og víða hafa önnur eins flóð ekki þekkst fyrr.

Fylgjast má með ástandinu hjá BBC og The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×