Erlent

Tvíburasystur kynntust fyrir tilviljun í gegnum YouTube

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/KICKSTARTER.COM
Tvær konur, önnur alin upp í Los Angeles og hin í París, fengu það staðfest með DNA rannsókn að þær eru tvíburasystur sem voru aðskildar eftir fæðingu. Systurnar kynntust eftir að önnur þeirra sá myndband með hinni á YouTube. Konurnar eru fæddar í Suður Kóreu þaðan sem þær voru ættleiddar. Önnur systirin, Anais Bordier, sendi hinni, Samantha Futerman, tölvupóst í febrúar í fyrra og sagði henni frá því að þær væri mjög líkar. Í kjölfarið komst Bordier að því að þær væru fæddar sama dag í sömu borg í Suður Kóreu og að þær hefðu báðar verið ættleiddar.Bordier ólst upp hjá foreldrum sínum í París en Futerman ólst upp í New Jersey.Hvorug þeirra hafði hugmynd um að þær ættu tvíburasystur.„Ég fékk póst frá konu í London sem sagðist hafa séð myndband með mér á YouTube og að við ættum sama afmælisdag og hefðum fæðst á sama stað,“ sagði Futerman. „Það var skrítið þegar ég sá myndir af henni á Facebook, hún leit út alveg eins og ég.“„Þetta var skrítið að fá niðurstöðuna um að við værum systur en um leið var það á undarlegan hátt róandi.“Þegar þær systur kynntust betur kom í ljós að þær áttu ýmislegt sameiginlegt. Báðar eru þær miklir aðdáendur bókanna um Harry Potter, hafa gaman af list og horfa á sömu sjónvarpsþættina.Báðar segjast þær alltaf hafa fundið fyrir því að eitthvað vantaði. „Ég átti ímyndaða vinkonu þegar ég var lítil sem ég kallaði Önnu,“ segir Bordier. Þær systur vinna nú að mynd um söguna en brot úr henni má sjá hér að neðan: 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.