Innlent

Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs

Bjarki Ármannsson skrifar
Menntaskólinn á Ísafirði tapaði umræddri ræðukeppni.
Menntaskólinn á Ísafirði tapaði umræddri ræðukeppni. Vísir/Pjetur
Stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands, sendi frá sér í kvöld tilkynningu þar sem lýst er yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni milli skólanna þann 7. febrúar síðastliðinn. Líkt og Vísir hefur greint frá þótti framkoma liðsmanna MÍ einkennast af talsverðri kvenfyrirlitningu og dónaskap, þá sérstaklega gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur. liðsmanni MA.

Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur fram að hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppninna og að nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni við MA. Stjórnin kveðst einnig ætla að beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að þjálfari ræðuliðs MÍ, Ingvar Örn Ákason, hafi ákveðið að hætta þjálfun alfarið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×