Dómarinn fór í leyfi svo taka þarf skýrslur af vitnum á nýjan leik 18. febrúar 2014 12:07 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is og Sigurður Þór Helgason, eigandi iPhone.is, eru allt annað en sáttir hvor við annan. Vísir/Vilhelm/GVA Meiðyrðamál í máli þar sem Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is, stefndi Sigurði Þór Helgasyni, eiganda iPhone.is, og Guðjóni Rúnarssyni, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað skipti í morgun. Skýrslutökum yfir vitnum vegna stefnunnar lauk í haust og aðalmeðferð fór fram 8. nóvember síðastliðinn. Eins og fram kom á Vísi var búist við því þá að dómur í málinu félli innan fjögurra vikna. Dómarinn í málinu fór hins vegar í leyfi og nú hefur nýr dómari tekið við málinu. Sá hefur ekki haft afskipti af málinu áður og því þarf að taka skýrslur af vitnum á nýjan leik og ný aðalmeðferð var bókuð í lok næsta sumars. Þá verður liðið tæpt ár frá því að fyrri aðalmeðferðin fór fram.Vilhjámur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns Björgvins, sagði fyrir dómi í morgun að málsmeðferðin hafi verið með ólíkindum. Friðjón stefndi Sigurði Þór og Guðjóni fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk og um að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Ummælin lét Sigurður Þór Helgason falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“. Þar skrifaði hann undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir. Hann gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón króna í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Tengdar fréttir Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Meiðyrðamál í máli þar sem Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is, stefndi Sigurði Þór Helgasyni, eiganda iPhone.is, og Guðjóni Rúnarssyni, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað skipti í morgun. Skýrslutökum yfir vitnum vegna stefnunnar lauk í haust og aðalmeðferð fór fram 8. nóvember síðastliðinn. Eins og fram kom á Vísi var búist við því þá að dómur í málinu félli innan fjögurra vikna. Dómarinn í málinu fór hins vegar í leyfi og nú hefur nýr dómari tekið við málinu. Sá hefur ekki haft afskipti af málinu áður og því þarf að taka skýrslur af vitnum á nýjan leik og ný aðalmeðferð var bókuð í lok næsta sumars. Þá verður liðið tæpt ár frá því að fyrri aðalmeðferðin fór fram.Vilhjámur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns Björgvins, sagði fyrir dómi í morgun að málsmeðferðin hafi verið með ólíkindum. Friðjón stefndi Sigurði Þór og Guðjóni fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk og um að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Ummælin lét Sigurður Þór Helgason falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“. Þar skrifaði hann undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir. Hann gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón króna í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi.
Tengdar fréttir Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27