Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 15:27 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is og Sigurður Þór Helgason, eigandi iPhone.is, eru allt annað en sáttir hvor við annan. Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir meiðyrði fyrir að hafa kallað sig óheiðarlegan skattsvikara, vænt hann um kennitöluflakk og að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og má búast við að dómur muni falla innan fjögurra vikna. Ummælin lét eigandi iPhone.is, Sigurður Þór Helgason, falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“ undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir og gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siferðislega ámælisverða háttsemi. Sigurður vill meina að ummæli hans séu slitin úr samhengi, hann hafi aflað sér upplýsinga um fyrirtæki tengd Friðjóni og segir hann þrjú fyrirtæki sem tengist rekstri Buy.is með beinum hætti hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta þar sem ógreiddur virðisaukaskattur og önnur opinber gjöld hafi verið skilin eftir í félögunum og ný félög stofnuð um rekstur Buy.is. Hann hafi sett ummælin fram í reiði vegna auglýsingar á Facebooksíðu Buy.is þar sem segir að iPhone.is sé okurbúlla vegna verðmunar á iPhone símum. Segist Sigurður þannig hafa verið að hefna orði orðs með því að svara grófum áburði í auglýsingunni um álösunarvert og álitsspillandi aferli í rekstri iPhone.is, og vill meina að Friðjón hafi sjálfur gerst sekur um að vega að æru og starfsheiðri Sigurðar, misboðið honum freklega og hafi Sigurður með ummælunum á vefsvæðinu goldið líku líkt. Þá vill Sigurður meina að ummælin séu sönn, þar sem Friðjón sé í raun „skattsvikari“. Neytendastofa hefur áður sektað Buy.is fyrir ummælin í Facebook auglýsingunni um iPhone.is. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir meiðyrði fyrir að hafa kallað sig óheiðarlegan skattsvikara, vænt hann um kennitöluflakk og að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og má búast við að dómur muni falla innan fjögurra vikna. Ummælin lét eigandi iPhone.is, Sigurður Þór Helgason, falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“ undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir og gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siferðislega ámælisverða háttsemi. Sigurður vill meina að ummæli hans séu slitin úr samhengi, hann hafi aflað sér upplýsinga um fyrirtæki tengd Friðjóni og segir hann þrjú fyrirtæki sem tengist rekstri Buy.is með beinum hætti hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta þar sem ógreiddur virðisaukaskattur og önnur opinber gjöld hafi verið skilin eftir í félögunum og ný félög stofnuð um rekstur Buy.is. Hann hafi sett ummælin fram í reiði vegna auglýsingar á Facebooksíðu Buy.is þar sem segir að iPhone.is sé okurbúlla vegna verðmunar á iPhone símum. Segist Sigurður þannig hafa verið að hefna orði orðs með því að svara grófum áburði í auglýsingunni um álösunarvert og álitsspillandi aferli í rekstri iPhone.is, og vill meina að Friðjón hafi sjálfur gerst sekur um að vega að æru og starfsheiðri Sigurðar, misboðið honum freklega og hafi Sigurður með ummælunum á vefsvæðinu goldið líku líkt. Þá vill Sigurður meina að ummælin séu sönn, þar sem Friðjón sé í raun „skattsvikari“. Neytendastofa hefur áður sektað Buy.is fyrir ummælin í Facebook auglýsingunni um iPhone.is.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira