Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 15:27 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is og Sigurður Þór Helgason, eigandi iPhone.is, eru allt annað en sáttir hvor við annan. Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir meiðyrði fyrir að hafa kallað sig óheiðarlegan skattsvikara, vænt hann um kennitöluflakk og að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og má búast við að dómur muni falla innan fjögurra vikna. Ummælin lét eigandi iPhone.is, Sigurður Þór Helgason, falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“ undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir og gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siferðislega ámælisverða háttsemi. Sigurður vill meina að ummæli hans séu slitin úr samhengi, hann hafi aflað sér upplýsinga um fyrirtæki tengd Friðjóni og segir hann þrjú fyrirtæki sem tengist rekstri Buy.is með beinum hætti hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta þar sem ógreiddur virðisaukaskattur og önnur opinber gjöld hafi verið skilin eftir í félögunum og ný félög stofnuð um rekstur Buy.is. Hann hafi sett ummælin fram í reiði vegna auglýsingar á Facebooksíðu Buy.is þar sem segir að iPhone.is sé okurbúlla vegna verðmunar á iPhone símum. Segist Sigurður þannig hafa verið að hefna orði orðs með því að svara grófum áburði í auglýsingunni um álösunarvert og álitsspillandi aferli í rekstri iPhone.is, og vill meina að Friðjón hafi sjálfur gerst sekur um að vega að æru og starfsheiðri Sigurðar, misboðið honum freklega og hafi Sigurður með ummælunum á vefsvæðinu goldið líku líkt. Þá vill Sigurður meina að ummælin séu sönn, þar sem Friðjón sé í raun „skattsvikari“. Neytendastofa hefur áður sektað Buy.is fyrir ummælin í Facebook auglýsingunni um iPhone.is. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Eigandi Buy.is stefndi eiganda iPhone.is fyrir meiðyrði fyrir að hafa kallað sig óheiðarlegan skattsvikara, vænt hann um kennitöluflakk og að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Aðalmeðferð í málinu fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og má búast við að dómur muni falla innan fjögurra vikna. Ummælin lét eigandi iPhone.is, Sigurður Þór Helgason, falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“ undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir og gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siferðislega ámælisverða háttsemi. Sigurður vill meina að ummæli hans séu slitin úr samhengi, hann hafi aflað sér upplýsinga um fyrirtæki tengd Friðjóni og segir hann þrjú fyrirtæki sem tengist rekstri Buy.is með beinum hætti hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta þar sem ógreiddur virðisaukaskattur og önnur opinber gjöld hafi verið skilin eftir í félögunum og ný félög stofnuð um rekstur Buy.is. Hann hafi sett ummælin fram í reiði vegna auglýsingar á Facebooksíðu Buy.is þar sem segir að iPhone.is sé okurbúlla vegna verðmunar á iPhone símum. Segist Sigurður þannig hafa verið að hefna orði orðs með því að svara grófum áburði í auglýsingunni um álösunarvert og álitsspillandi aferli í rekstri iPhone.is, og vill meina að Friðjón hafi sjálfur gerst sekur um að vega að æru og starfsheiðri Sigurðar, misboðið honum freklega og hafi Sigurður með ummælunum á vefsvæðinu goldið líku líkt. Þá vill Sigurður meina að ummælin séu sönn, þar sem Friðjón sé í raun „skattsvikari“. Neytendastofa hefur áður sektað Buy.is fyrir ummælin í Facebook auglýsingunni um iPhone.is.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira