„Vissum að það vantaði meiri fisk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2014 16:05 Vísir/Friðrik Þór „Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað. Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað.
Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25