„Vissum að það vantaði meiri fisk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2014 16:05 Vísir/Friðrik Þór „Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað. Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
„Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað.
Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25