„Vissum að það vantaði meiri fisk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2014 16:05 Vísir/Friðrik Þór „Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað. Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
„Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað.
Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25