„Vissum að það vantaði meiri fisk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2014 16:05 Vísir/Friðrik Þór „Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað. Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Þetta fyrirtæki er burðarásin í Hrísey. Þetta er eins og Samherji myndi segja upp öllum sínum landverkamönnum á Akureyri,“ segir starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Öllum þrettán landverkamönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í dag. Rúv greindi frá því fyrr í dag. Starfsmaðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni enda enn að jafna sig á uppsögninni frá því í morgun, segir fólk af báðum kynjum og á öllum aldri missa vinnuna. Um hærra hlutfall af íbúum í Hrísey sé að ræða en almennt sé talið. „Það búa bara 120-130 manns að staðaldri í Hrísey,“ segir starfsmaðurinn. Fleiri séu með skráð lögheimili í eynni og eigi þar hús. Því nái uppsagnirnar til rúmlega tíu prósenta íbúa Hríseyjar. Viðmælandi Vísis segir að starfsmenn útgerðarfélagsins hafi vitað að reksturinn gengi ekki sem skildi. „Við sem vinnum þarna höfum séð að það vantaði meiri fisk, meira hráefni. Markaðsmálin hafa verið mjög erfið að mér skilst af vinnuveitendum.“ Útgerðarfélagið hefur starfað í eynni frá aldamótum. Sá sem starfað hefur lengst hjá fyrirtækinu hefur verið þar frá upphafi. Uppsagnir taka gildi um mánaðarmótin en starfsmennirnir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti.Vísir/Friðrik ÞórAtvinnuhorfur í Hrísey eru ekki góðar. Brottflutningur þeirra 25 frá síðastliðnu hausti má að miklu leyti rekja til þeirra. Þannig hafi ein sjö manna fjölskylda flutt á brott í einu vetfangi þegar kræklingarækt í eynni var aflögð í nóvember. Viðmælandi Vísis segist áður hafa verið í þessari stöðu. Án vinnu í Hrísey. Þá hafi hann ferðast til Akureyrar til vinnu en ferðalagið geti tekið upp í þrettán tíma. „Það er hundleiðinlegt að vinna átta tíma en vera fjarri heimili í þrettán.“ Hann er óviss um hvað taki við hjá sér. Hann eigi fasteign í eynni sem að hafi náttúrulega mikið að segja. „Maður er svolítið negldur hérna þess vegna. Svo er gott að búa hérna.“ Hann minnir á að í kringum aldamótin, þegar frystihúsið í eynni lokaði, hafi um 270 manns búið að staðaldri í eynni. Þá hafi fjöldi skólafólks flutt í eyjuna í vinnu yfir sumarið. Síðan þá hafi fólki fækkað.
Tengdar fréttir 13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
13 manns sagt upp í Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey mun segja upp öllum landverkamönnum fyrirtækisins, sem er 15 talsins, um næstu mánaðarmót. 19. febrúar 2014 15:25