Erlent

Pussy Riot afneitar tveimur meðlimum

Bjarki Ármannsson skrifar
Masha og Nadia á tónleikunum í New York.
Masha og Nadia á tónleikunum í New York. Vísir/Getty

Sex meðlimir rússneska pönkhópsins Pussy Riot hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þær óska eftir því að þær Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova séu ekki lengur viðurkenndar sem meðlimir í hópnum.

Þetta kemur í kjölfar þess að Masha og Nadia, eins og þær eru helst þekktar, komu fram á tónleikum Amnesty International-samtakanna í New York í gær og deildu þar sviðinu með söngkonunni Madonna.

Í tilkynningu Pussy Riot segir að þær Masha og Nadia hafi gleymt því sem hópurinn snúist um. Meðal annars eigi tónleikar Pussy Riot ávallt að vera ólöglegir, óvæntir viðburðir á stöðum sem alla jafna eru ekki ætlaðir tónleikahaldi.

Helst eru þær þó gagnrýndar fyrir að hafa orðið talsmenn fyrir réttindi fanga frekar en baráttumenn fyrir femínisma og gegn valdadýrkun. Eins og kunnugt er máttu liðsmenn Pussy Riot dúsa í fangelsi í tvö ár eftir að hafa haldið svokallaða pönkmessu í kapellu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu harðlega Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.