Erlent

Stærsta marglytta sem hefur skolað á land

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hluta marglyttunnar sem er einn og hálfur metri í þvermál.
Hér má sjá hluta marglyttunnar sem er einn og hálfur metri í þvermál.
Risavaxinni marglyttu skolaði upp á strönd í Tasmaníufylki í Ástralíu í vikunni. Marglyttan er einn og hálfur metri í þvermál. Þetta er stærsta marglytta sem hefur skolað á land að sögn Lisa Gershwin, á CSIRO rannsóknarstofunni í Ástralíu.

„We höfum séð þessa tegund marglyttu áður en við eigum enn eftir að gefa henni nafn,“ segir Lisa ennfremur.

Josie Lin og fjölskylda hennar fann marglyttuna. „Við erum óvön að sjá marglyttur hérna. Eina sem við gátum í raun gert var bara að dást af þessari skepnu,“ sagði Josie við fréttamenn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×