Erlent

Amanda Knox fundin sek á ný

Bjarki Ármannsson skrifar
Knox neitaði að snúa aftur til Ítalíu vegna réttarhaldanna.
Knox neitaði að snúa aftur til Ítalíu vegna réttarhaldanna. MYND/AP
Hin bandaríska Amanda Knox og fyrrum kærasti hennar, Ítalinn Raffaele Sollecito, voru í dag fundin sek á ný um morð bresku stúlkunnar Meredith Kercher árið 2007. 

Mál Knox hefur vakið mjög mikla athygli á undanförnum árum en hún og Sollecito voru upphaflega sakfelld árið 2007 áður en áfrýjunardómstóll sýknaði þau árið 2011. Hélt Knox þá aftur til Bandaríkjanna. Síðasta sumar ákvað svo hæstiréttur Ítalíu að rétta í málinu á ný og sagði vinnubrögð áfrýjunardómstólsins óviðunandi. 

Knox hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm og Sollecito 25 ára dóm. Þeim er einnig gert að greiða skaðabætur til fjölskyldu Kercher, sem var herbergisfélagi Knox í Perugia á Ítalíu. Bæði halda þau enn fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×