Erlent

Kóresk kona fær milljón á mánuði fyrir matarklám

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Park situr tímunum saman við matarborðið og raðar í sig mat.
Park situr tímunum saman við matarborðið og raðar í sig mat.
Hin 34 ára gamla Park Seo-yeon þénar rúma milljón á mánuði fyrir að taka sjálfa sig upp að borða mat. Þetta fyrirbæri; gjarnan nefnt matarklám, nýtur mikilla vinsælda í heimalandi Park, Suður-Kóreu. Park er hætt að vinna og er nú atvinnumanneskja í framleiðslu á matarklámi.

Park eyðir fullt af peningum á mánuði í mat. Næstum því 400 þúsund krónum. Hún kaupir aðeins gæðavörur sem hún hámar í sig fyrir framan alheiminn í gegnum netið. Stundum borðar Park klukkustundum saman. Dæmi eru um að hún hafi borðað tólf hamborgara, tólf spæld egg og þrjár skálar af kjötkássu, allt í einni máltíð.

Hún fær launin sín í gegnum netgjaldmiðil sem nefnist Star Balloons. Þessum netgjaldmiðli er svo hægt að skipta í kóresk won. Áhorfendur senda Park spurningar í gegnum netið sem hún svarar í útsendingu. Með spurningunum láta áhorfendurnir oft fylgja smávegis upphæð af Star Balloons. Þessar upphæðir safnast fljótt saman og nær Park að þéna vel á þessum útsendingum sínum.

Park segir góðar útsendingar gefa sér 120 þúsund krónur.

Hún segir gallann við starfið þann að auðvelt er að þyngjast, hún hafi bætt á sig níu kílóum undanfarið. En samt finnst henni hún hafa hraða brennslu og finnst ótrúlegt að hún hafi ekki þyngst meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×