Erlent

Telja sögur af draugaskipi og mannæturottum ósannar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Írsk yfirvöld hafa nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sögurnar séu stórlega ýktar og líklegt sé að skipið sé sokkið.
Írsk yfirvöld hafa nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sögurnar séu stórlega ýktar og líklegt sé að skipið sé sokkið. MYND/AFP
Undanfarna daga hafa verið sagðar fréttir og sögur af draugaskipinu Lyubov Orlova sem á að reka stjórnlaust um Atlandshafið og allra nýjustu sögur herma að nú það sigli í átt til Bretlands og um borð séu mannæturottur. Aðrar sögur segja að rotturnar éti aðeins hverja aðra.

Írsk yfirvöld hafa nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sögurnar séu stórlega ýktar og líklegt sé að skipið sé sokkið.

Um er að ræða sama skip og Vísir sagði frá í fyrra en skipið mun hafa verið um 4200 tonn. Skipið var notað til skemmtisiglinga og var sérstaklega byggt til siglinga í ís og var skipið á sínum tíma notað í skemmtiferðir um norðurslóðir.

Það hafði verið kyrrsett í höfn í Kanada í tvö ár vegna skulda en var á leið í togi til Dóminíska lýðveldisins en þangað hafði það verið selt í brotajárn. Í janúar í fyrra slitnuðu vírar á milli þess og dráttarskipsins þegar skipin voru rétt undan ströndum Nýfundnalands. Lyubov Orlova rak þá út í myrkrið.

Enginn vildi bera ábyrgð á björgun þess. Yfirvöld í Kanada sögðu skipið sér óviðkomandi enda á alþjóðlegri siglingaleið þegar dráttarvírarnir slitnuðu. Yfirvöld í Írlandi sögðust taka afstöðu til málsins ef skipið ræki inn fyrir landhelgi þeirra.

Landhelgisgæslan hér á landi fylgdist með reki skipsins ef það kynni að reka hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×