Erlent

3.000 kjúklingar eltir af lögreglu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan náði að fanga um 900 kjúklinga.
Lögreglan náði að fanga um 900 kjúklinga.
Lögreglumenn í Guizhou-héraði í Kína lentu í miklu ævintýri á dögunum þegar flutningabíll með 3.000 kjúklingum valt á hliðina á hraðbraut.

Flestir fuglanna sluppu úr búrum sínum við veltuna, en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í þoku. Veginum var lokað og gerðu lögreglumennirnir sitt besta til að fanga fiðurféð.

Þeir náðu hins vegar aðeins um 900 kjúklingum og eru því rúmlega 2.000 fuglar sem eru líklega frelsinu fegnir.

Myndband af þessum spaugilegu björgunaraðgerðum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×