Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2014 20:55 Upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik. visir/daníel Upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Akureyri Vikublaðs. Um er að ræða leik Þórs Akureyrar og Dalvík/Reynir á Kjarnafæðismótinu 13. janúar síðastliðin. Þór vann leikinn 7-0 en til skoðunar er hvort sumir leikmanna Þórs hafi veðjað á erlendri vefsíðu á eigin sigur og lagt aukalega undir ef sigurinn yrði stærri en þriggja marka. Hermt er að með því hafi þeir sem mest lögðu undir grætt 100.000 til 150.000 á úrslitunum. Í samtali við Akureyri Vikublað segir Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks Dalvíkinga, að ef leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik fordæmi hann slíkt. „Fótboltinn á ekki að snúast um þetta,“ segir Pétur Heiðar. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segist ekki hafa fengið staðfest að einhverjir leikmenn liðsins hafi veðjað á eigin leik en brugðist verði við orðróminum. Hann vill ítreka að svona framkoma væri ekki aðeins siðlaus heldur ólögleg. Þjálfari Þórs segir ekki útilokað að Þór muni falast eftir svipuðum samningum við leikmenn og Breiðablik hafi gert, að leikmenn meistaraflokks skuldbindi sig til að veðja ekki á það sem þeir geta haft áhrif á. Viðurlög við broti gætu numið sekt, leikbanni eða jafnvel riftun samnings eða banni. „Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gang leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl,“ segir Páll Viðar, þjálfari Þórs, í samtali við Akureyri Vikublað. Spurningar vöknuðu síðasta sumar hvort Srdjan Rajkovic, markvörður Þórs, hafi hagnast á veðmálabraski með því að gefa í raun tvö mörk í leik liðsins gegn Eyjamönnum þegar liðið tapaði 3-1 á heimavelli. Páll Viðar Gíslason þverneitaði fyrir allt slík í viðtali við Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Akureyri Vikublaðs. Um er að ræða leik Þórs Akureyrar og Dalvík/Reynir á Kjarnafæðismótinu 13. janúar síðastliðin. Þór vann leikinn 7-0 en til skoðunar er hvort sumir leikmanna Þórs hafi veðjað á erlendri vefsíðu á eigin sigur og lagt aukalega undir ef sigurinn yrði stærri en þriggja marka. Hermt er að með því hafi þeir sem mest lögðu undir grætt 100.000 til 150.000 á úrslitunum. Í samtali við Akureyri Vikublað segir Pétur Heiðar Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks Dalvíkinga, að ef leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik fordæmi hann slíkt. „Fótboltinn á ekki að snúast um þetta,“ segir Pétur Heiðar. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segist ekki hafa fengið staðfest að einhverjir leikmenn liðsins hafi veðjað á eigin leik en brugðist verði við orðróminum. Hann vill ítreka að svona framkoma væri ekki aðeins siðlaus heldur ólögleg. Þjálfari Þórs segir ekki útilokað að Þór muni falast eftir svipuðum samningum við leikmenn og Breiðablik hafi gert, að leikmenn meistaraflokks skuldbindi sig til að veðja ekki á það sem þeir geta haft áhrif á. Viðurlög við broti gætu numið sekt, leikbanni eða jafnvel riftun samnings eða banni. „Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gang leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl,“ segir Páll Viðar, þjálfari Þórs, í samtali við Akureyri Vikublað. Spurningar vöknuðu síðasta sumar hvort Srdjan Rajkovic, markvörður Þórs, hafi hagnast á veðmálabraski með því að gefa í raun tvö mörk í leik liðsins gegn Eyjamönnum þegar liðið tapaði 3-1 á heimavelli. Páll Viðar Gíslason þverneitaði fyrir allt slík í viðtali við Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira