Lík í tísku Eva Bjarnadóttir skrifar 10. janúar 2014 00:00 Nýjasta auglýsingaherferð Marc Jacobs Reglulega birtast auglýsingaherferðir og tískuþættir þar sem fallegum, og gjarnan fáklæddum, konum er stillt er upp sem liðnum líkum. Á vef Guardian voru tekin saman nokkur dæmi um slíkar myndir og setur pistlahöfundur fram áleitnar spurningar um tilkomu þeirra. Í nýrri auglýsingaherferð tískurisans Marc Jacob má sjá hina umdeildu Miley Cyrus sitja við hlið liggjandi konu. Í þetta sinn er það þó ekki Miley Cyrus sjálf sem vekur athygli heldur er það konan sem liggur við hlið hennar sem virðist vera látin. Hún liggur fallega klædd á bakinu með fölt andlit og stífan líkama.Ben Affleck og Rosamund PikeDegi áður en auglýsing Marc Jacobs birtist mátti sjá leikarann Ben Affleck á forsíðu bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly hjúfra sig upp að leikkonunni Rosamund Pike, sem liggur föl og líflaus á bekk sem virðist eiga heima í líkhúsi. Á síðasta ári birti Vice Magazine tískuþátt þar sem þekktir kvenrithöfundar voru sýndir fremja sjálfsmorð, eða reyna það. Sylvia Plath á hnjánum fyrir framan ofn. Virginia Wolf standandi úti í miðri á með stóran stein í höndunum, Dorothy Parker að skera sig á púls. Með myndunum mátti sjá lýsingar á fötum fyrirsætanna, allt niður í sokkabuxurnar sem taívanski rithöfundurinn Sanmao notaðar sem snöru.Auglýsing fatahönnuðarins Jimmy ChooÁrið 2006 birti kínverski fatahönnuðurinn Jimmy Choo auglýsingu sem sýnir líflausa konu liggjandi í bílskotti og karlmann sitja við hlið hennar með skóflu. Ári síðar mátti sjá fyrirsætuna Doutzen Kroes meðvitundalausa og hálfnakta í tískuþætti W magazine. Á vef Guardian spyr pistlahöfundur sig hvers vegna tískuheimurinn sýni kvenkyns lík með þessum hætti. Þrátt fyrir að Vice magazine hafi að lokum beðist afsökunar á sjálfsmorðstískuþætti sínum og tekið hann úr birtingu á netinu haldi sambærilegar myndir áfram að birtast í auglýsingum og tískuþáttum. Hún spyr sig hvort auglýsingageirinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að þar sem staðalímynd kvenna í samfélaginu sé að þær séu óvirkar og viðkvæmar, sé ekkert meira freistandi en látin stúlka. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Reglulega birtast auglýsingaherferðir og tískuþættir þar sem fallegum, og gjarnan fáklæddum, konum er stillt er upp sem liðnum líkum. Á vef Guardian voru tekin saman nokkur dæmi um slíkar myndir og setur pistlahöfundur fram áleitnar spurningar um tilkomu þeirra. Í nýrri auglýsingaherferð tískurisans Marc Jacob má sjá hina umdeildu Miley Cyrus sitja við hlið liggjandi konu. Í þetta sinn er það þó ekki Miley Cyrus sjálf sem vekur athygli heldur er það konan sem liggur við hlið hennar sem virðist vera látin. Hún liggur fallega klædd á bakinu með fölt andlit og stífan líkama.Ben Affleck og Rosamund PikeDegi áður en auglýsing Marc Jacobs birtist mátti sjá leikarann Ben Affleck á forsíðu bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly hjúfra sig upp að leikkonunni Rosamund Pike, sem liggur föl og líflaus á bekk sem virðist eiga heima í líkhúsi. Á síðasta ári birti Vice Magazine tískuþátt þar sem þekktir kvenrithöfundar voru sýndir fremja sjálfsmorð, eða reyna það. Sylvia Plath á hnjánum fyrir framan ofn. Virginia Wolf standandi úti í miðri á með stóran stein í höndunum, Dorothy Parker að skera sig á púls. Með myndunum mátti sjá lýsingar á fötum fyrirsætanna, allt niður í sokkabuxurnar sem taívanski rithöfundurinn Sanmao notaðar sem snöru.Auglýsing fatahönnuðarins Jimmy ChooÁrið 2006 birti kínverski fatahönnuðurinn Jimmy Choo auglýsingu sem sýnir líflausa konu liggjandi í bílskotti og karlmann sitja við hlið hennar með skóflu. Ári síðar mátti sjá fyrirsætuna Doutzen Kroes meðvitundalausa og hálfnakta í tískuþætti W magazine. Á vef Guardian spyr pistlahöfundur sig hvers vegna tískuheimurinn sýni kvenkyns lík með þessum hætti. Þrátt fyrir að Vice magazine hafi að lokum beðist afsökunar á sjálfsmorðstískuþætti sínum og tekið hann úr birtingu á netinu haldi sambærilegar myndir áfram að birtast í auglýsingum og tískuþáttum. Hún spyr sig hvort auglýsingageirinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að þar sem staðalímynd kvenna í samfélaginu sé að þær séu óvirkar og viðkvæmar, sé ekkert meira freistandi en látin stúlka.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira