Erlent

Kynna breytingar á NSA

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hyggst kynna breytingar á starfsemi Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, á föstudaginn í næstu viku. Fyrirhugaðar breytingar á NSA er ein stærsta fréttin vestanhafs þessa helgina en fjallað er um málið í Wall Street Journal og fleiri miðlum.

Forsetinn hyggst kynna breytingar á þessari stefnu og átti fund með sextán þingmönnum úr báðum deildum Bandaríkjaþings á fimmtudag til að fara yfir málið. Ekki hefur verið greint frá því hvers eðlis breytingarnar á NSA en látið hefur verið að því liggja að um sé að ræða grundvallar breytingar á söfnun upplýsinga gegnum farsímanet.

Söfnun NSA á persónuupplýsingum gegnum farsíma er dýru verði keypt en hún er á kostnað persónufrelsis. Í kjölfar þess að Edward Snowden lak gögnum um starfshætti stofnunarinnar hefur skapast umræða um málið vestanhafs. Í síðasta mánuði var það niðurstaða héraðsdómara í höfuðborginni Washington að slík söfnun persónuupplýsinga gengi að öllum líkindum í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna.



Hleranir Bandaríkjamanna á símum þjóðarleiðtoga hafa dregið dilk á eftir sér en samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna komust í uppnám í haust þegar ljóst varð að NSA hafði hlerað farsímaAngelu Merkel í áratug, frá því áður en hún varð kanslari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×