Erlent

Óeirðir í Bangladesh vegna kosninga

Hjörtur Hjartarson skrifar
Mikil átök hafa verið milli lögreglu og mótmælenda þar sem þrír hafa látist.
Mikil átök hafa verið milli lögreglu og mótmælenda þar sem þrír hafa látist. mynd/afp
Lítil kjörsókn var í Bangladesh í morgun en þingkosningar eru nú í landinu.

Miklar óeirðir voru í höfuðborginni Dhaka í nótt þar sem einn lögreglumaður og tveir úr röðum mótmælenda létust í átökunum. Herskáir stjórnarandstæðingar hafa kveikt í ríflega 150 kjörstöðum en mikil andstaða er við framkvæmd kosninganna í landinu.

Stjórnarandstaðan sakar stjórnvöld um spillingu og segja kosningarnar líkjast farsa. Til að sýna fram á vanþóknun sína á kosningunum ákvað stjórnarandstaðan að sniðganga kosningarnar og hvatti um leið kjósendur til að gera slíkt hið sama. Krafan um að óháð stjórn myndi sjá um kosningarna færu fram með réttmætum hætti var hafnað af stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×