Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Jóhannes Stefánsson skrifar 5. janúar 2014 17:12 Skemmdir urðu á eignum og fólk slasaðist í mannmergðinni í Smáralind. Andri Marinó Karlsson Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02