Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Jóhannes Stefánsson skrifar 5. janúar 2014 17:12 Skemmdir urðu á eignum og fólk slasaðist í mannmergðinni í Smáralind. Andri Marinó Karlsson Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02