Fótbolti

Ragnar og félagar héldu hreinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Krasnodar í dag.
Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Krasnodar í dag. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn FC Krasnodar sem gerði markalaust jafntefli gegn Lokomotiv Moskvu í fyrstu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Ragnar, sem er 28 ára, gekk til liðs við Krasnodar í janúar og lék sex deildarleiki með liðinu á síðustu leiktíð.

Krasnodar hafnaði í 6. sæti rússneska úrvalsdeildarinnar í fyrra og missti naumlega af sæti í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×