Arsenal missteig sig gegn Stoke um síðustu helgi og stjórinn vill að liðið svari fyrir sig í Meistaradeildinni í kvöld.
Arsenal er þegar komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar en Wenger vill að liðið svari fyrir tapið gegn Stoke í leiknum gegn Galatasaray í Tyrklandi í kvöld.
„Það er gríðarlega mikilvægt að svara fyrir sig eftir tapleik. Þetta verður leikur númer 180 hjá mér í Meistaradeildinni og það sýnir að þetta lið hefur alltaf svarað fyrir sig," sagði Wenger.
„Við viljum sýna í þessum leik að varnarleikurinn er ekki eins slakur í raun og við sýndum gegn Stoke. Liðið lenti í vandræðum þar en gafst ekki upp og svaraði fyrir sig. Það vantaði reynslu í vörnina."
Mikilvægt að svara fyrir sig

Mest lesið







Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn