Innlent

Ökumaður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Snjóþyngsl voru á svæðinu þegar slysið átti sér stað.
Snjóþyngsl voru á svæðinu þegar slysið átti sér stað.
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn varð valdur að umferðarslysi með þeim afleyðingum að kona lést. Með því að aka of hratt miðað við aðstæður og taka fram úr snjóruðningstæki án þess að gæta nægilegrar varúðar.

Tildrög slyssins voru þau að pallbíl var ekið suður þjóðveginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn. Í sömu svifum kom fólksbíll á móti sem ekið var norður þjóðveginn og varð harður árekstur.

Maðurinn játaði brot sitt eins og því var lýst í ákærunni. Hann var sviptur ökuréttindum í sex mánuði. 

Slysið átti sér stað 17. mars síðastliðinn. Maðurinn fékk réttarstöðu sakbornings þegar rannsókn hófst vegna ákvæða í umferðarlögum þar sem segir að ekki megi aka fram úr bíl ef hætta sé á að ökumaður valdi öðrum hættu, tjóni eða óþægindum. 


Tengdar fréttir

Harður árekstur vegna framúraksturs

Pallbíl var ekið framan á fólksbíl nærri Dalvík í morgun. Ökumaður pallbílsins var að taka fram úr snjómoksturstæki.

Ólafsfjarðarvegur opnar aftur eftir slys

Ólafsfjarðarvegur opnar aftur innan klukkustundar, en honum var lokað í morgun vegna slyss. Slæm færð er víða á vegum landsins, til dæmis er Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu.

Slys á Ólafsfjarðarvegi

Slys varð á Ólafsfjarðarvegi við Selárbakka laust fyrir klukkan átta í kvöld þegar tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt.

Banaslysið á Ólafsfjarðarvegi rannsakað sem sakamál

Banaslys, sem varð á Ólafsfjarðarvegi nýverið er nú rannsakað sem sakamál. Slysið varð með þeim hætti að kona beið bana þegar tveir bílar skullu saman, en annar þeirra var að aka fram úr snjóruðningsbíl. Frá þessu er greint á vefnum Akureyri vikublað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×