Innlent

Banaslysið á Ólafsfjarðarvegi rannsakað sem sakamál

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.
Banaslys, sem varð á Ólafsfjarðarvegi nýverið er nú rannsakað sem sakamál. Slysið varð með þeim hætti að kona beið bana þegar tveir bílar skullu saman, en annar þeirra var að aka fram úr snjóruðningsbíl. Frá þessu er greint á vefnum Akureyri vikublað.

Ökumaður bílsins , sem ók fram úr snjóruðningsbílnum hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Helgast það af ákvæðum í umferðarlögum þar sem segir að ekki megi aka fram úr bíl ef hætta sé á að ökumaður valdi öðrum hættu, tjóni eða óþægindum.

Lögreglan og rannsóknanefnd umferðarslysa vinna að rannsókn málsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×