Erlent

„Auga Saurons“ mun vaka yfir íbúum Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið hefur verið að verkefninu í marga mánuði og á „augað“ að vera tilbúið fyrir frumsýningu síðustu myndarinnar um Hobbittann á fimmtudaginn.
Unnið hefur verið að verkefninu í marga mánuði og á „augað“ að vera tilbúið fyrir frumsýningu síðustu myndarinnar um Hobbittann á fimmtudaginn. Mynd/RT
Hópur rússneskra aðdáenda sögu JRR Tolkien um Hobbittann munu koma upp stærðarinnar „auga Saurons“ á toppi skýjakljúfs í verslunarhverfi í miðborg Moskvu.

Unnið hefur verið að verkefninu í marga mánuði og á „augað“ að vera tilbúið fyrir frumsýningu síðustu myndarinnar um Hobbittann á fimmtudaginn.

Í Hringadróttinssögu notast hinn illi Sauron við augað til að vaka yfir heiminum.

Talsvert hefur verið rætt um augað á samfélagsmiðlum þar sem bent er á að þetta sé ef til vill ekki besta myndin af Rússlandi Vladimírs Pútín sem Rússar gætu komið á framfæri um þessar mundir.

Meðal athugasemda við frétt RT má sjá skilaboð á borð við „Staðfest: Rússland er Mordor“ og „One does not simply walk into Russia“, sem er vísun í orð Boromírs úr Hringadróttinssögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×