Fótbolti

Dagný og Berglind meistarar vestanhafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Meistarar Florida State University.
Meistarar Florida State University. Mynd/FSU
Knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir urðu í gær Atlantshafsmeistarar (ACC) með liði Florida State háskólans í Bandaríkjunum. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur þennan titil og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Florida State bar sigurorð af Virgina með einu marki gegn engu í úrslitaleik í gær. Carson Pickett skoraði markið í fyrri hálfleik.

Dagný hefur tekið þátt í að vinna alla þrjá titlana með Florida State, en Berglind síðustu tvo.

Dagný var valin verðmætasti leikmaður mótsins, en hún var auk þess einn fimm leikmanna Florida State í úrvalsliði mótsins en hún er í algjöru lykilhlutverki hjá Florida State eins og undanfarin ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.