Innlent

Lögregla bjargaði konu af salerni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst hjálparbeiðni skömmu fyrir eitt í dag frá konu sem sat föst á salerni veitingastaðar í austurhluta Reykjavíkur. Á meðan hún komst ekki út af salerninu biðu börn hennar úti í bíl.

Húnn hafði dottið af hurðalæsingu salernisins svo konan komst hvorki lönd né strönd fyrr en lögregla mætti á svæðið og leysti hana úr prísundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×