Innlent

Útskrifaður af gjörgæsludeild

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Húsið sem maðurinn féll fram af.
Húsið sem maðurinn féll fram af. Vísir / Kolbeinn Tumi
Maðurinn sem féll af þaki húss í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag bíður nú þess að komast í endurhæfingu en hann losnaði af gjörgæsludeild í gær. Maðurinn hlaut alvarlega áverka í slysinu en hann þurfti að undirgangast aðgerð á mjöðm, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Áverkarnir sem maður hlaut voru sjö brotin rifbein, þríbrotin mjöðm, brotið herðablað auk þess sem milta hans sprakk, vinstra lunga marðist og það hægra féll saman að hluta. Maðurinn hlaut miklar innvortis blæðingar og fór beint í aðgerð þegar hann var fluttur á spítala í kjölfar slyssins.

Höfuð og hryggur mannsins sluppu án áverka í slysinu. Fallið af þakinu var um átta metrar en unnið var að endurbótum á húsinu þegar slysið átti sér stað. Maðurinn var fluttur með meðvitund á gjörgæsludeild.


Tengdar fréttir

Slasaðist eftir að hafa fallið átta metra af þaki

Karlmaður féll um átta metra af þaki við vinnu í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf níu í morgun. Maðurinn var við meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild til eftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×