Kærasta Harjit ökklabrotnaði við klifur yfir grindverk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. október 2014 16:54 Harjit og stúkan þar sem dyggustu stuðningsmenn FH, þar með talin Harjit og frú, studdu þá svörtu og hvítu á laugardaginn. Vísir/Einar/FH Kærasta Harjit Delay, stuðningsmanns FH sem slasaðist á Þórsvelli um miðjan september er hann féll úr stúkunni, varð fyrir því óláni að ökklabrotna eftir dramatíska 2-1 tapið gegn Stjörnunni sem fram fór á laugardag. Harjit fór inn á völlinn eftir leikinn og ætlaði kærastan að fylgja honum. Ekki tókst þó betur til en svo að hún braut á sér ökklann. Um hreint ótrúlega óheppni er að ræða en innan við mánuður er síðan Harjit slapp með skrekkinn við fall úr stúkunni fyrir viðureign FH og Þórs norðan heiða. Harjit rotaðist, brákaði höfuðkúpu sína og augnbotninn. Hann braut einnig þrjár tennur og mynduðust bólgur í heila hans.Stuðningsmenn FH í norðurstúkunni þar sem kærasta Harjit slasaði sig.Vísir/Andri MarinóHarjit sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viku síðar telja sig heppinn að vera ekki í hjólastól og hafa ekki hálsbrotnað. Hann lenti með andlitið á steypukanti og ljóst að mun verr hefði getað farið. Hann gagnrýndi mjög aðstöðuna á Þórsvelli í kjölfar fallsins og sagðist ætla að leita réttar síns.Úttekt Fréttablaðsins og Vísis á stúkum félaga í Pepsi-deildinni leiddi í ljós að handriðið í stúkunni á Þórsvelli var það hæsta en handriðið í Kaplakrika hið lægsta og uppfyllti ekki öryggiskröfur samkvæmt byggingareglugerð. Um er að ræða handriðin í suðurstúkunni en slysið á laugardaginn varð í norðurstúkunni þar sem ekki er um söðu fallhættu að ræða. Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, sagði í skriflegu svari til Fréttablaðsins á dögunum að enn væri verið að vinna við lokafrágang suðurstúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ sagði hann í byrjun mánaðarins. Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Kærasta Harjit Delay, stuðningsmanns FH sem slasaðist á Þórsvelli um miðjan september er hann féll úr stúkunni, varð fyrir því óláni að ökklabrotna eftir dramatíska 2-1 tapið gegn Stjörnunni sem fram fór á laugardag. Harjit fór inn á völlinn eftir leikinn og ætlaði kærastan að fylgja honum. Ekki tókst þó betur til en svo að hún braut á sér ökklann. Um hreint ótrúlega óheppni er að ræða en innan við mánuður er síðan Harjit slapp með skrekkinn við fall úr stúkunni fyrir viðureign FH og Þórs norðan heiða. Harjit rotaðist, brákaði höfuðkúpu sína og augnbotninn. Hann braut einnig þrjár tennur og mynduðust bólgur í heila hans.Stuðningsmenn FH í norðurstúkunni þar sem kærasta Harjit slasaði sig.Vísir/Andri MarinóHarjit sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viku síðar telja sig heppinn að vera ekki í hjólastól og hafa ekki hálsbrotnað. Hann lenti með andlitið á steypukanti og ljóst að mun verr hefði getað farið. Hann gagnrýndi mjög aðstöðuna á Þórsvelli í kjölfar fallsins og sagðist ætla að leita réttar síns.Úttekt Fréttablaðsins og Vísis á stúkum félaga í Pepsi-deildinni leiddi í ljós að handriðið í stúkunni á Þórsvelli var það hæsta en handriðið í Kaplakrika hið lægsta og uppfyllti ekki öryggiskröfur samkvæmt byggingareglugerð. Um er að ræða handriðin í suðurstúkunni en slysið á laugardaginn varð í norðurstúkunni þar sem ekki er um söðu fallhættu að ræða. Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, sagði í skriflegu svari til Fréttablaðsins á dögunum að enn væri verið að vinna við lokafrágang suðurstúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ sagði hann í byrjun mánaðarins.
Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13