„Þegar David Beckham fékk sér húðflúr af Jesús voru viðbrögð flestra knattspyrnuunnenda: Vá, það er merkilegt fyrir Jesú,“ segir Oliver sem er greinilega mikill áhugamaður um fótbolta.
Sepp Blatter og félagar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, fá að kenna á því í innslaginu. Rifjar Oliver upp ásakanir á hendur sambandinu fyrir spillingu, dauðsföll við byggingu leikvanga fyrir stórmót og hvernig gestgjafar stórmóta fara fjárhagslega illa út úr því að halda heimsmeistaramót.
Þá gerir hann stólpagrín að nýrri mynd um sögu fótboltans þar sem Tim Roth, sem þekktur er fyrir leik sinn í myndum Quentin Tarantino, fer með hlutverk Sepp Blatter. Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.
Fyrsti leikur á HM í Brasilíu fer fram á morgun þegar Brasilía og Króatía mætast.