Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 17:11 „Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
„Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00