Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2014 13:45 Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. Þannig vonast vegamálastjóri til að fá framkvæmdaleyfi innan átján mánaða og að vegurinn verði tilbúinn árið 2019. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem heyra má hér að ofan. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra vegamála, sagði í þingræðu fyrir þremur vikum að vegagerð um Teigsskóg væri í stjórnsýsluflækju og sagði sérlög koma til greina til að höggva á hnútinn. Ákveðið var að kanna hvernig einfaldast væri að greiða úr flækjunni og voru þrír kostir til skoðunar, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra; endurupptaka á fyrra umhverfismati, sérstök lagasetning frá Alþingi og svo loks að Vegagerðin kærði þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar í síðasta mánuði að hafna nýju umhverfismati. „Það hefur verið ákveðið núna að fara í svokallaða endurupptökuleið,” sagði Hreinn. Þetta þýðir að óskað verður eftir því við Skipulagsstofnun að átta ára gamalt umhverfismat verði endurskoðað, vegna nýrrar veglínu sem Vegagerðin leggur til um Teigsskóg. En hvað tæki langan tíma að fá niðurstöðu? Vegamálastjóri segir að lögfræðingar telji að það taki eitt til eitt og hálft ár þar til unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar. En hvenær gætu framkvæmdir þá hafist? Ef allt gengur eftir, á árinu 2016, svarar Hreinn. Hann tekur fram að eftir sé að hanna veginn og bjóða út verkið, hver svo sem endanleg veglína verður.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegamálastjóri áætlar að framkvæmdir tækju þrjú ár, þetta væri mikið verk og myndi sennilega kosta um sjö milljarða króna. -Verklok kannski 2019? „Já. Ég hugsa að við myndum þykjast góð ef það væri kominn þarna endanlegur opinn vegur á því ári,” sagði Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45 Vegagerðin áfrýjar úrskurði Vegagerðin hefur áfrýjað úrskurði Skipulagsstofnunar um að hafna veglínu um Teigsskóg. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stefnu Vegagerðarinnar og telur áfrýjun ekki hjálpa málinu. 18. september 2014 08:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Vegagerð hefjist um Teigsskóg árið 2016 Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. 13. október 2014 22:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. Þannig vonast vegamálastjóri til að fá framkvæmdaleyfi innan átján mánaða og að vegurinn verði tilbúinn árið 2019. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem heyra má hér að ofan. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra vegamála, sagði í þingræðu fyrir þremur vikum að vegagerð um Teigsskóg væri í stjórnsýsluflækju og sagði sérlög koma til greina til að höggva á hnútinn. Ákveðið var að kanna hvernig einfaldast væri að greiða úr flækjunni og voru þrír kostir til skoðunar, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra; endurupptaka á fyrra umhverfismati, sérstök lagasetning frá Alþingi og svo loks að Vegagerðin kærði þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar í síðasta mánuði að hafna nýju umhverfismati. „Það hefur verið ákveðið núna að fara í svokallaða endurupptökuleið,” sagði Hreinn. Þetta þýðir að óskað verður eftir því við Skipulagsstofnun að átta ára gamalt umhverfismat verði endurskoðað, vegna nýrrar veglínu sem Vegagerðin leggur til um Teigsskóg. En hvað tæki langan tíma að fá niðurstöðu? Vegamálastjóri segir að lögfræðingar telji að það taki eitt til eitt og hálft ár þar til unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar. En hvenær gætu framkvæmdir þá hafist? Ef allt gengur eftir, á árinu 2016, svarar Hreinn. Hann tekur fram að eftir sé að hanna veginn og bjóða út verkið, hver svo sem endanleg veglína verður.Veglínur sem Vegagerðin skoðar um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegamálastjóri áætlar að framkvæmdir tækju þrjú ár, þetta væri mikið verk og myndi sennilega kosta um sjö milljarða króna. -Verklok kannski 2019? „Já. Ég hugsa að við myndum þykjast góð ef það væri kominn þarna endanlegur opinn vegur á því ári,” sagði Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00 Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45 Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45 Vegagerðin áfrýjar úrskurði Vegagerðin hefur áfrýjað úrskurði Skipulagsstofnunar um að hafna veglínu um Teigsskóg. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stefnu Vegagerðarinnar og telur áfrýjun ekki hjálpa málinu. 18. september 2014 08:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Vegagerð hefjist um Teigsskóg árið 2016 Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. 13. október 2014 22:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar. 17. september 2014 07:00
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00
Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49
Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. 7. júlí 2014 19:45
Veglínur sem Vegagerðin vill meta í Gufudalssveit Ný veglína um Teigsskóg er meðal valkosta í nýrri matsáætlun sem Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun til formlegrar ákvörðunar vegna framtíðarlegu Vestfjarðavegar. 26. ágúst 2014 12:45
Vegagerðin áfrýjar úrskurði Vegagerðin hefur áfrýjað úrskurði Skipulagsstofnunar um að hafna veglínu um Teigsskóg. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stefnu Vegagerðarinnar og telur áfrýjun ekki hjálpa málinu. 18. september 2014 08:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45
Vegagerð hefjist um Teigsskóg árið 2016 Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. 13. október 2014 22:00