Vegagerð hefjist um Teigsskóg árið 2016 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2014 22:00 Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. Deilur um hvort leggja megi Vestfjarðaveg í gegnum Teigsskóg hafa staðið í áratug. Tilraun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi ráðherra vegamála, til að finna annan kost reyndist árangurslaus. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi ráðherra málaflokksins, ákvað að aftur skyldi reynt að komast um skóginn en sagði málið fast í stjórnsýsluflækju og taldi koma til greina að Alþingi setti sérlög til að höggva á hnútinn. Vegagerðin vill nú freista þess að fá fyrra umhverfismat, sem búið var að hafna, tekið upp að nýju. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að ákveðið hefði verið að fara svokallaða endurupptökuleið; að óska eftir því við Skipulagsstofnun að úrskurður hennar frá 2006 yrði tekinn upp að nýju í ljósi breyttra forsendna. Þetta er raunar sú leið sem Skipulagsstofnun hafði áður ráðlagt Vegagerðinni að fara. Breyttar forsendur eru ný veglína sem Vegagerðin segir skerða skóglendið um eitt prósent.Ný veglína um Teigsskóg sem Vegagerðin vill fara er merkt leið Þ-H. Fuglavernd vill fremur göng undir Hjallaháls, án fjarðaþverana, merkt leið D2.Kort/Vegagerðin.Félagið Fuglavernd ályktaði hins vegar í dag gegn vegagerð um Teigsskóg, - sagði slíkt mikil náttúruspjöll, - og lagði til jarðgöng undir Hjallaháls. Vegamálastjóri segir þá leið þremur milljörðum króna dýrari að lágmarki. Göng undir Hjallaháls myndu auk þess þýða að vegur yrði áfram um Ódrjúgsháls. „Og það eru fleiri slík atriði sem mæla frekar með láglendisleið um Teigsskóg heldur en jarðgöngum. Það er líka ennþá öruggari leið að fara um Teigsskóg en göng,“ sagði Hreinn. Vegamálastjóri vonast til að fá framkvæmdaleyfi eftir eitt til eitt og hálft ár og að vegarlagning hefjist árið 2016, og reiknar samt með kærum og mótmælum. „Því er ekki lokið, alveg sama hvað leið verður reynd. Það hafa líka verið mótmæli gegn jarðgangaleiðinni. Það kemur líka við landeigendur sumsstaðar og svo framvegis. Þannig að það verður ekki friður um þetta á næstunni. En það er samdóma álit þeirra sem hafa farið í gegnum stjórnsýsluhlutann af þessu að það sé vænlegast að reyna þessa endurupptökuleið,“ sagði vegamálastjóri. Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Vegamálastjóri vonast til að geta hafið vegagerð um Teigsskóg árið 2016 með því að fá gamla umhverfismatið, sem búið var að hafna, endurskoðað vegna breyttra forsendna. Deilur um hvort leggja megi Vestfjarðaveg í gegnum Teigsskóg hafa staðið í áratug. Tilraun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi ráðherra vegamála, til að finna annan kost reyndist árangurslaus. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi ráðherra málaflokksins, ákvað að aftur skyldi reynt að komast um skóginn en sagði málið fast í stjórnsýsluflækju og taldi koma til greina að Alþingi setti sérlög til að höggva á hnútinn. Vegagerðin vill nú freista þess að fá fyrra umhverfismat, sem búið var að hafna, tekið upp að nýju. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að ákveðið hefði verið að fara svokallaða endurupptökuleið; að óska eftir því við Skipulagsstofnun að úrskurður hennar frá 2006 yrði tekinn upp að nýju í ljósi breyttra forsendna. Þetta er raunar sú leið sem Skipulagsstofnun hafði áður ráðlagt Vegagerðinni að fara. Breyttar forsendur eru ný veglína sem Vegagerðin segir skerða skóglendið um eitt prósent.Ný veglína um Teigsskóg sem Vegagerðin vill fara er merkt leið Þ-H. Fuglavernd vill fremur göng undir Hjallaháls, án fjarðaþverana, merkt leið D2.Kort/Vegagerðin.Félagið Fuglavernd ályktaði hins vegar í dag gegn vegagerð um Teigsskóg, - sagði slíkt mikil náttúruspjöll, - og lagði til jarðgöng undir Hjallaháls. Vegamálastjóri segir þá leið þremur milljörðum króna dýrari að lágmarki. Göng undir Hjallaháls myndu auk þess þýða að vegur yrði áfram um Ódrjúgsháls. „Og það eru fleiri slík atriði sem mæla frekar með láglendisleið um Teigsskóg heldur en jarðgöngum. Það er líka ennþá öruggari leið að fara um Teigsskóg en göng,“ sagði Hreinn. Vegamálastjóri vonast til að fá framkvæmdaleyfi eftir eitt til eitt og hálft ár og að vegarlagning hefjist árið 2016, og reiknar samt með kærum og mótmælum. „Því er ekki lokið, alveg sama hvað leið verður reynd. Það hafa líka verið mótmæli gegn jarðgangaleiðinni. Það kemur líka við landeigendur sumsstaðar og svo framvegis. Þannig að það verður ekki friður um þetta á næstunni. En það er samdóma álit þeirra sem hafa farið í gegnum stjórnsýsluhlutann af þessu að það sé vænlegast að reyna þessa endurupptökuleið,“ sagði vegamálastjóri.
Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins. 22. september 2014 19:49
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45
Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13