Innlent

Læknaþjónusta á Seltjarnarnesi flutt á Landakot

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Seltirningar og fólk í póstnúmeri 107 nýtur læknissþjónustu á Landakoti næstu tíu mánuði..
Seltirningar og fólk í póstnúmeri 107 nýtur læknissþjónustu á Landakoti næstu tíu mánuði.. Vísir/GVA/MFD
Heilsugæslan á Seltjarnarnesi hefur verið flutt úr húsakynnum á Nesinu á Landakotsspítala næsta tæpa árið. Ástæðan eru framkvæmdir á húsnæði heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi.

Starfsemin var flutt um mánaðarmótin. Breyta á herbergjaskipun á Nesinu auk þess sem endurnýja á rafmagn og fleira í þeim dúrnum. Reiknað er með því að framkvæmdatíminn verði tíu til tólf mánuðir.

Á Landakotsspítala er meðal annars Öldrunardeild Landspítalans. Starfsemi heilsugæslunnar verður nokkuð vítt og dreift um spítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×