Heyrnarlausir njóta ekki lengur aðstoðar túlka í daglegu lífi Hjörtur Hjartarson skrifar 14. október 2014 19:30 Sjóður sem tryggja átti heyrnarlausum túlkaþjónustu í daglegu lífi allt yfirstandandi ár er uppurinn. Þar með eru heyrnarlausir sviptir þeim réttindum sem þeir eiga til þátttöku í daglegu lífi, segir formaður félags heyrnarlausra sem telur ríkið brjóta lög með því að veita ekki þessa þjónustu nema hluta úr ári. Þetta er annað árið í röð sem sjóðurinn tæmist á miðju ári. Túlkunum er ætlað að aðstoða heyrnarlausa einstaklinga í daglegu lífi, hvort heldur það eru vinnustaðafundir, tómstundir eða læknisheimsóknir. „Við erum með ákveðna fjárveitingu sem við fengum í fyrsta skipti í október, 2004. Það átti að gera reglugerð strax í kjölfarið það var aldrei gert. En það er hinsvegar vinna í gangi núna sem á að koma skipulagi á þetta en henni er ekki lokið. Það er búið að vera vinna í því í fimm ár að koma á reglum um þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda en það er ekki komið ennþá. Við erum alltaf með bráðabirgðalausn og því gerist þetta væntanlega.“ Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Má því velta fyrir sér hvort verið sé að brjóta lög í þeirra stöðu sem upp er komin. Formaður Félags heyrnarlausra er ekki í vafa um að svo sé. „Það er alveg á hreinu. Það er í raun búið að útiloka okkur frá þátttöku í þjóðfélaginu. Það er búið að útiloka okkur frá því að sinna okkar skyldum sem húseigendur, sem foreldrar, bara sem virkur þjóðfélagsþegn.“ Heiðdís segir að engin svör komi frá menntamálaráðuneytinu og á meðan þurfa heyrnarlausir að búa í fullkominni óvissu um framhaldið. „Ég starfa líka sem hjúkrunarfræðingur. Flest starfsþróunarnámskeið fyrir okkur eru sett á laggirnar á haustin. Þannig að þú getur ímyndað þér að ég á enga möguleika á að taka þátt núna undanfarin tvö ár. Þannig að ég á ekki möguleika á að ná frama í starfi og ekki að vinna með mína starfsþróun.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Sjóður sem tryggja átti heyrnarlausum túlkaþjónustu í daglegu lífi allt yfirstandandi ár er uppurinn. Þar með eru heyrnarlausir sviptir þeim réttindum sem þeir eiga til þátttöku í daglegu lífi, segir formaður félags heyrnarlausra sem telur ríkið brjóta lög með því að veita ekki þessa þjónustu nema hluta úr ári. Þetta er annað árið í röð sem sjóðurinn tæmist á miðju ári. Túlkunum er ætlað að aðstoða heyrnarlausa einstaklinga í daglegu lífi, hvort heldur það eru vinnustaðafundir, tómstundir eða læknisheimsóknir. „Við erum með ákveðna fjárveitingu sem við fengum í fyrsta skipti í október, 2004. Það átti að gera reglugerð strax í kjölfarið það var aldrei gert. En það er hinsvegar vinna í gangi núna sem á að koma skipulagi á þetta en henni er ekki lokið. Það er búið að vera vinna í því í fimm ár að koma á reglum um þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda en það er ekki komið ennþá. Við erum alltaf með bráðabirgðalausn og því gerist þetta væntanlega.“ Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Má því velta fyrir sér hvort verið sé að brjóta lög í þeirra stöðu sem upp er komin. Formaður Félags heyrnarlausra er ekki í vafa um að svo sé. „Það er alveg á hreinu. Það er í raun búið að útiloka okkur frá þátttöku í þjóðfélaginu. Það er búið að útiloka okkur frá því að sinna okkar skyldum sem húseigendur, sem foreldrar, bara sem virkur þjóðfélagsþegn.“ Heiðdís segir að engin svör komi frá menntamálaráðuneytinu og á meðan þurfa heyrnarlausir að búa í fullkominni óvissu um framhaldið. „Ég starfa líka sem hjúkrunarfræðingur. Flest starfsþróunarnámskeið fyrir okkur eru sett á laggirnar á haustin. Þannig að þú getur ímyndað þér að ég á enga möguleika á að taka þátt núna undanfarin tvö ár. Þannig að ég á ekki möguleika á að ná frama í starfi og ekki að vinna með mína starfsþróun.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira