Hvað er grænna en íslenskur torfbær spyr forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 19:04 Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira