Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2014 10:02 Heimir með markvarðaþjálfarnum Guðmundi Hreiðarssyni. Vísir/Andri Marinó „Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
„Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00
Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00
Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15