Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2014 21:10 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. visir/getty Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum.Samkvæmt upplýsingafulltrúa norska hersins keypti Landhelgisgæslan 250 MP5 hríðskotabyssur af hernum í lok síðasta árs. Það eru hundrað fleiri byssur en talað hefur verið um hingað til. Byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. „Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í mjög góðu samstarfi við Norðmenn um ýmis konar mál er varða þjálfun, búnaðarmál og öryggismál almennt og hefur notið dyggrar aðstoðar og rausnarskapar af þeirra hálfu.“ Í tilkynningunni segir að meðal annars séu í gildi tvíhliða samstarfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. „Þá er Landhelgisgæslan tengiliður við erlendar stofnanir á þessum vettvangi. Á þessum grundvelli og samkvæmt beiðni Ríkislögreglustjóra til Norðmanna, hafði Landhelgisgæslan milligöngu um að aðstoða Ríkislögreglustjóra í þessu máli.“ Á sama tíma bauðst Landhelgisgæslunni að endurnýja gamlan og úreltan búnað sinn og nauðsynlegan varahlutalager. „Í þessu tilfelli eins og öllum sem snerta samstarf á þessu sviði, var gert samkomulag um útfærslur og framkvæmd. Samkomulag um þennan búnað var verðmetið 1/8 af verðmæti sams konar búnaðar frá framleiðanda. Landhelgisgæslan hefur notið aðstoðar og þjónustu norskra samstarfsstofnana um ýmis konar tækniaðstoð, þjálfun og búnaðarmál. Hefur þá verið gert samkomulag þar sem þjónustan er verðmetin en aldrei hafa farið fram neinar greiðslur né hefur verið eftir því leitað.“ Í tilkynningunni segir að ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hafi verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með málið önnur samstarfsmál á þessum vettvangi. „Vopnin hafa ekki formlega verið afhent Ríkislögreglustjóra utan 35 stykkja sem Ríkislögreglustjóri fékk afnot af vegna æfinga innan Öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þeim hefur verið skilað og eru vopnin öll geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum.“ Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum.Samkvæmt upplýsingafulltrúa norska hersins keypti Landhelgisgæslan 250 MP5 hríðskotabyssur af hernum í lok síðasta árs. Það eru hundrað fleiri byssur en talað hefur verið um hingað til. Byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. „Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í mjög góðu samstarfi við Norðmenn um ýmis konar mál er varða þjálfun, búnaðarmál og öryggismál almennt og hefur notið dyggrar aðstoðar og rausnarskapar af þeirra hálfu.“ Í tilkynningunni segir að meðal annars séu í gildi tvíhliða samstarfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. „Þá er Landhelgisgæslan tengiliður við erlendar stofnanir á þessum vettvangi. Á þessum grundvelli og samkvæmt beiðni Ríkislögreglustjóra til Norðmanna, hafði Landhelgisgæslan milligöngu um að aðstoða Ríkislögreglustjóra í þessu máli.“ Á sama tíma bauðst Landhelgisgæslunni að endurnýja gamlan og úreltan búnað sinn og nauðsynlegan varahlutalager. „Í þessu tilfelli eins og öllum sem snerta samstarf á þessu sviði, var gert samkomulag um útfærslur og framkvæmd. Samkomulag um þennan búnað var verðmetið 1/8 af verðmæti sams konar búnaðar frá framleiðanda. Landhelgisgæslan hefur notið aðstoðar og þjónustu norskra samstarfsstofnana um ýmis konar tækniaðstoð, þjálfun og búnaðarmál. Hefur þá verið gert samkomulag þar sem þjónustan er verðmetin en aldrei hafa farið fram neinar greiðslur né hefur verið eftir því leitað.“ Í tilkynningunni segir að ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hafi verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með málið önnur samstarfsmál á þessum vettvangi. „Vopnin hafa ekki formlega verið afhent Ríkislögreglustjóra utan 35 stykkja sem Ríkislögreglustjóri fékk afnot af vegna æfinga innan Öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Þeim hefur verið skilað og eru vopnin öll geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum.“
Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20
Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00
MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00
„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34