Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2014 07:30 Að venju var tekin „fjölskyldumynd“ af leiðtogum NATO-ríkjanna þegar þeir voru allir saman komnir í Wales í gær. Þarna má meðal annarra sjá fulltrúa Íslendinga, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP „Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
„Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira