Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2014 07:30 Að venju var tekin „fjölskyldumynd“ af leiðtogum NATO-ríkjanna þegar þeir voru allir saman komnir í Wales í gær. Þarna má meðal annarra sjá fulltrúa Íslendinga, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP „Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira
„Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira